FLaytout Menu
woman warming up before running

Líkamsrækt

12 ráð sem hvetja til líkamsræktar

Susan Bowerman, M.S., R.D., CSSD, CSOWM, FAND – Sr. M.S., R.D., CSSD, CSOWM, FAND - Yfirmaður næringarfræðslu og þjálfunar á heimsvísu 1. nóvember 2023

1. Heilbrigt hjarta

Það er gott fyrir hjartað að leggja stund á þrekæfingar. Hjartað er vöðvi og ef það er látið vinna hörðum höndum nokkra daga í viku hjálpar það til við að bæta afköst þess. Ef þú stundar þrekæfingar reglulega gætirðu lækkað heildar hvíldarpúlsinn, sem er gott fyrir heilsuna til lengri tíma litið.

2. Geislandi húð

Við hreyfingu eykst blóðflæðið um líkamann. Aukning blóðflæðis endist kannski ekki allan daginn, en þú munt líta geislandi út eftir æfingarnar. Ef heppnin er með þér muntu glóa af heilbrigði, líta vel út og líða vel.

3. Betri líkamsstaða

Reglulegar æfingar auka meðvitund um líkamsstöðu þína. Þegar þú öðlast sjálfstraust og hreyfivitund verður þú meðvitaðri um hvað er rétt fyrir líkamann. Það gæti tilheyrt fortíðinni að þurfa að rétta sífellt úr sér. Og síðast en ekki síst þá lætur góð líkamsstaða þig virðast vera hærri.

4. Færri verkir

Ef liðir eru sárir og stífir, sem orsakast af því að sitja allan daginn, mun regluleg hreyfing hjálpa til við að draga úr verkjunum. Hreyfingarlausir liðir hafa tilhneigingu til að verða aumir. Þegar þú hreyfir þig reglulega, eykst fjölbreytni hreyfinganna og þær verða auðveldari í hinu daglegu amstri.

5. Bætt líkamssamsetning

Þegar hreyfing er hluti af lífsstílnum tekurðu eftir breytingum á útliti og líðan Þú gætir lést og fengið vöðvamassa, sem er frábært fyrir útlitið og hjálpar einnig líkamanum við að brenna hitaeiningum. Hátt hlutfall vöðvamassa krefst fleiri hitaeiningar en einhver af sömu þyngd sem hefur hærra hlutfall af líkamsfitu.

6. Aukin hamingja

Líkamsrækt getur aukið hamingju í daglegu lífi. Ein af ástæðunum fyrir þessu er að líkaminn losar aukið magn endorfíns þegar fólk er virkt. Endorfín er náttúruleg hamingjuhormón líkamans. Þú gætir líka verið hamingjusamari vegna þess að þú hugsar vel um líkamann. Þessi tilfinning áorkar því oft að þú finnir fyrir aukinni vellíðan.

7. Stjórnaðu þyngdinni

Hreyfing getur hjálpað við að koma í veg fyrir þyngdaraukningu og hjálpað til við að viðhalda þyngdartapi. Þegar þú stundar hreyfingu brennir þú hitaeiningum. Því ákafari sem hreyfingin er, því fleiri hitaeiningum brennir þú.

8. Meiri orka

Regluleg hreyfing getur bætt vöðvastyrkinn og aukið þrekið. Þegar þú hreyfir þig þarf líkaminn að skila súrefni og næringarefnum til vefja líkamans til að hjálpa hjarta- og æðakerfinu að vinna betur. Þegar hjarta og lungu vinna á skilvirkan hátt hefurðu meiri orku til að sinna daglegum verkefnum.

9. Örvun heilans

Að æfa reglulega getur hjálpað til við að bæta heilastarfsemina. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að þrekæfingar geta búið til nýjar heilafrumur (taugamyndun) og bætt heildarárangur heilans. Rannsóknir benda til þess að miklar líkamsæfingar geti einnig aukið magn próteins heilans (BDNF) í líkamanum. Talið er að BDNF hjálpi til við ákvarðanatöku og í háskólanámi.

10. Minni streita

Hreyfing getur beint athyglinni af daglegu álagi. Þegar þú ert að æfa eða hafa gaman af því að gera eitthvað ertu almennt ekki að hugsa um það erfiða í lífinu. Að gefa sér tíma á annasömum degi til að einbeita sér að eign lífi getur dregið úr streitutilfinningu. Minni streita getur einnig hjálpað til við þyngdartap, vegna þess að margir borða óhollan mat til að berjast gegn streitu.

11. Kynnast nýju fólki

Hreyfing veitir tækifæri til félagslegra samskipta sem annars kannski skortir í þínu lífi. Að hefja nýja virkni gæti hjálpað við að finna nýjan vinahóp eða veitt þér heilbrigðara tækifæri til að tengjast gömlum vinum aftur. Við förum oft út að borða til að vera saman, hreyfing er samt mun betri fyrir mittismálið þitt.

12. Betri svefn

Hreyfing getur hjálpað til við að bæta svefnvenjur af ýmsum ástæðum. Líkamsæfingar auka kjarnhita líkamans. Þegar hann lækkar aftur niður í eðlilegt horf getur það hjálpað við að slaka á fyrir svefninn. Vegna þess að æfingar geta dregið úr streitu geta þær auðveldað þér að sofna á kvöldin.