FLaytout Menu
Kona að setja krem á hendurnar

Húð- og líkamsumhirða

​Hvernig á að hugsa um hendurnar

Herbalife 20. október 2023

Hendur okkar komast í snertingu við svo mörg efni á hverjum einasta degi. Allt frá sápu og þvottaefni til sjampóa, vatns, hreinsiefna og fleira, allt þetta getur fjarlægt hlífðarolíur sem hjálpa til við að halda viðkvæmri húð á höndum okkar rakri. Hér eru sjö ráð til að hjálpa þér að hugsa betur um hendurnar.

Ekki þvo of mikið

Það er mjög mikilvægt að þvo hendurnar rétt og reglulega. Þó nauðsynlegt sé að þvo sér rétt skal forðast of mikla snertingu við vatn þar sem það getur valdið húðertingu. Það er góð hugmynd að nota hanska þegar þú vaskar upp eða þrífur vaska, baðkar og sturtur.

Endurskoðaðu sápustykki

Sápustykki eru frábær fyrir líkama okkar en ekki þegar kemur að því að þvo hendurnar mörgum sinnum á dag. Leitaðu að handhreinsum sem eru lausir við súlfat en hafa andoxunarefni, vítamín og mildari, náttúruleg innihaldsefni eins og aloe vera, ólífuolíu eða sheasmjör til að veita húðinni nauðsynlegan raka.

Hafðu rakakrem við höndina

Að bera á sig handáburð er nauðsynlegt til að hugsa vel um hendurnar. Gerðu það eins þægilegt og mögulegt er svo að þú gleymir því aldrei. Hafðu túpu af handáburði við hliðina á vaskinum þínum, á náttborðinu þínu, í veskinu þínu, ræktartöskunni, á skrifborðinu þínu og jafnvel í glasahaldaranum í bílnum þínum. Þvoið, þurrkið húðina lauslega og berið síðan handáburðin á meðan húðin er enn rök. Þetta er besta leiðin til að varðveita raka og fá silkimjúka húð.

Gættu þeirra sérstaklega vel

Veturinn er aldrei góður við hendurnar okkar. Snjórinn, kalt loftið og jafnvel vindurinn getur þurrkað upp og valdið sprungum á berskjaldaðri húð á skömmum tíma. Yfir kaldari mánuðina skaltu ganga úr skugga um að þú sért alltaf með hanska þegar þú ferð út.

Notaðu SPF

Vissir þú að hendurnar geta opinberað aldur okkar? Gættu þeirra með því að þrífa þær, gefa þeim raka og vernda þær með mikilli sólarvörn. UVA og UVB geislar sólarinnar eru skaðlegir og geta brennt og gert húðina eldri. Húðin á handarbökunum er mjög viðkvæm og gjörn á að fá sólbletti - mundu að verja hana við akstur, reiðhjólaferðir og jafnvel við að slá grasið.

Nóttin er rétti tíminn

Góð umhirða handa hefst við háttatíma. Hafðu túpu af handáburði á náttborðinu þínu og berðu hann á áður en þú ferð að sofa. Bættu þessu einfalda skrefi við kvöldrútínuna þína og þú munt vakna með fallega mjúkar hendur.

Ekki gleyma að skrúbba

Hjálpaðu höndum þínum að vera endurnærðar með fljótlegu skrúbbi einu sinni í viku. Næst þegar þú ert að skrúbba andlitið skaltu nota lítið magn af sömu vöru til að skrúbba hendurnar varlega. Þvoið, þurrkið lauslega með handklæði og setjið rakakrem. Toppráð: notaðu auka handáburð (eða ólífuolíu og/eða kókosolíu) og nuddaðu inn í naglaböndin.