FLaytout Menu
Green leaf background
Women talking in front of a laptop

Algengar spurningar

Ertu með spurningar? Við höfum svörin. Hér eru allar algengar spurningar um Herbalife á einum stað.

 • Hvað er Herbalife?

  Frá árinu 1980 hefur Herbalife verið í herferð til að bæta næringarvenjur víðs vegar í heiminum með ljúffengum næringarvörum sem grundvallast á vísindum. Vörur okkar hjálpa fólki að tryggja sér rétta samsetningu af heilnæmri næringu. Herbalife er alþjóðlegt næringarfyrirtæki sem stundar beina dreifingu. Fyrirtækið hefur yfir 40 ára reynslu af því að þróa heilsteypt úrval af ljúffengum næringarvörum sem unnt er að sníða að einstaklingsbundnum þörfum. Þannig hjálpum við neytendum að ná sínum eigin heilsu- og lífsstílsmarkmiðum.

 • Hvernig starfar Herbalife?        

  Vörur frá Herbalife fást eingöngu hjá sjálfstæðum dreifingaraðilum sem hlotið hafa bæði fræðslu og þjálfun. Þeir leiðbeina viðskiptavinum sínum um heildrænar og sérsniðnar leiðir til að ná næringar- og lífsstílsmarkmiðum sínum. Herbalife býður jafnframt upp á gullstaðal í neytendavernd með því að ábyrgjast 100% endurgreiðslu við vöruskil.

 • Hvar starfar Herbalife?

  Herbalife kemur til móts við margs kyns daglegar næringarþarfir og býður upp á valkosti fyrir neytendur í yfir 90 löndum í öllum heimshornum (þar á meðal 56 löndum í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, þ.e. á EMEA-svæðinu). Með því að bæta næringarvenjur fólks og bjóða upp á hágæða vörur og fjárhagsleg tækifæri hefur Herbalife jákvæð áhrif í samfélögum víðs vegar í heiminum.

 • Eru vörur frá Herbalife góðar til að stuðla að þyngdartapi?

  Herbalife hefur í boði hágæða vörur sem grundvallast á vísindum. Í vöruúrvalinu eru m.a. próteinstangir og próteinsnarl, jurtate, alódrykkir, næringarbætiefni, íþróttadrykkir, ytri næringarvörur og próteinríkir máltíðardrykkir. Formula 1 drykkir frá Herbalife eru máltíðardrykkir til þyngdarstjórnunar. Sem hluti af hitaeiningaskertu fæði stuðlar máltíðardrykkur eða stöng í stað einnar meginmáltíðar á dag að varðveislu sömu þyngdar eftir þyngdartap. Sem hluti af hitaeiningaskertu fæði stuðla máltíðardrykkir eða stangir í stað tveggja meginmáltíða á dag að þyngdartapi. Alþjóðleg næringarstefna fyrirtækisins byggist á því að borða vel samsetta næringu, ástunda heilnæman og virkan lífsstíl og styðjast í því sambandi við sérsniðnar ráðleggingar dreifingaraðila sem hlotið hefur fræðslu og þjálfun á því sviði. Þessi hugmyndafræði hjálpar til við að bæta næringarvenjur í heiminum – hjá hverjum einstaklingnum á fætur öðrum.

 • Hversu ríka áherslu leggur Herbalife á gæði?

  Innihaldsefni sem Herbalife notar eru fengin frá bændum sem kappkosta að uppfylla metnaðarfulla staðla fyrirtækisins um ræktun og náttúruvernd. Herbalife prófar innihaldsefni á rannsóknarstofum sem eru á heimsmælikvarða áður en þau eru tekin inn í framleiðsluna. Þannig er tryggt að þau uppfylli ekki aðeins óhagganlega alheimsstaðla fyrirtækisins sjálfs, heldur einnig allar kröfur yfirvalda. Rannsóknarstofur Herbalife hafa hlotið hæsta stig af vottun (ISO 17025) sem endurspeglar að fyrirtækið hlítir í einu og öllu kröfuhörðustu stöðlum í næringariðnaðinum. Hið víðtæka gæðaferli sem haft er í heiðri hjá Herbalife tryggir að sérhver vara inniheldur einmitt þau innihaldsefni sem eru nefnd í áletrunum á umbúðum. Allt frá ræktun á innihaldsefnum þar til framleiddar hafa verið fullbúnar vörur, sem hjálpa viðskiptavinum að lifa heilnæmara lífi, er rík áhersla á gæði þungamiðjan í öllu sem Herbalife gerir.

 • Hverjir mega nota vörur frá Herbalife?

  Árið 2020 nam dagleg neysla á próteindrykkjum frá Herbalife 5,3 milljónum skammta á heimsvísu. Allar vörur frá Herbalife eru hannaðar til að standast alþjóðalög, ásamt löggjöf í ESB og í einstökum löndum, til að tryggja að þær séu öruggar til neyslu fyrir heilbrigt, fullorðið fólk. Nota ber vörur frá Herbalife samkvæmt fyrirmælum í áletrunum. Mikilvægt er að athuga að sumar vörur okkar hafa að geyma innihaldsefni á borð við soja, hafra, mjólkurafurðir, koffín og önnur efni sem vera kann að henti ekki tilteknum einstaklingum, svo sem þunguðum konum og mæðrum með barn á brjósti. Ef þú ert með einhverjar spurningar varðandi vörur frá Herbalife eða tiltekin innihaldsefni getur þú haft beint samband við alþjóðlegt neytendaöryggisteymi okkar. Herbalife mælir einnig með að leita ráða hjá heilsugæslunni áður en ráðist er í breytingar á mataræði.

 • Hversu mikið kosta vörur frá Herbalife?

  Samkeppnisverð er á vörum frá Herbalife. Allar vörur frá Herbalife, hvort sem um er að ræða þyngdarstjórnunarvörur, fæðubótar- eða bætiefni, íþróttanæringu eða snyrtivörur, eru peninganna virði.

 • Eru vörur frá Herbalife vegan?

  Margar vörur frá Herbalife innihalda prótein úr jurtaríkinu, unnið úr soja. Það á m.a. við um meirihlutann af efnablöndum í flaggskipi fyrirtækisins í vöruúrvalinu, heilnæmu Formula 1 máltíðardrykkjunum. Þetta sjálfbæra prótein úr jurtaríkinu krefst minna landsvæðis og vatns en prótein úr dýraríkinu og kolefnisspor þess er minna. Til að veita neytendum fleiri valkosti býður Herbalife einnig upp á annað prótein úr jurtaríkinu, þ.á m. úr ertum, hrísgrjónum, kínóa og fleiri afurðum.

 • Hvar get ég keypt vörur frá Herbalife?

  Sú beina dreifing sem Herbalife stundar þýðir að vörur frá fyrirtækinu eru eingöngu seldar með hjálp tengslanets af sjálfstæðum dreifingaraðilum frekar en að styðjast við hefðbundnar smásöluverslanir.