FLaytout Menu
Two friends cooking and laughing together

Dagleg næring og vellíðan

​Heilbrigð melting, heilbrigður líkami

​​Susan Bowerman, M.S., R.D., CSSD, CSOWM, FAND – Sr. Yfirmaður næringarfræðslu og þjálfunar á heimsvísu 20. október 2023

Meltingarkerfið þitt er ótrúlegt. Það gerir svo margt án þess að við áttum okkur á því. Allt frá því að brjóta niður mat í næringarefni og orku, til að fjarlægja úrgang úr líkamanum og gegna lykilhlutverki í ónæmisheilsu getur heilbrigður meltingarvegur haft mikil áhrif á almenna vellíðan þína.1,2.

Það sem þú borðar og hvernig þú lifir lífinu getur haft áhrif á velferð meltingarkerfisins þíns3.

Næringarríkt og fjölbreytt mataræði getur nært allar frumur líkamans, líka þær sem eru í meltingarveginum. Heili þinn og meltingarvegur eiga stanslaus samskipti hvort við annað í gegnum merkjakerfi. Ótrúlegt upplýsingamagn fer á milli þarmanna og heilans, reyndar svo mikið að taugakerfið sem býr í meltingarveginum er oft kallað „annar heili“ líkamans.

Þar að auki gegnir örveruflóran í þörmunum mikilvægu ónæmishlutverki og frumurnar sem liggja í meltingarveginum virka sem líkamlegar og líffræðilegar hindranir gegn örveruinnrás.2. Öll þessi kerfi vernda líkama þinn gegn bakteríum og vírusum sem geta valdið þér veikindum.

Ertu að gera nóg til að hugsa vel um meltingarkerfið? Við höfum tekið saman nokkur ráð til að hjálpa þér að hugsa sem best um þarmana.

Trefjar, vökvi og meltingarheilsa

Eitt af því mikilvægasta sem þú getur gert til að hugsa sem best um meltingarheilsuna er að gæta þess að þú neytir nógu mikilla trefja*. Meðal einstaklingur ætti að neyta 25-30 gramma af trefjum á dag5. Þegar það kemur að trefjum hugsa flestir um þær sem efnið sem heldur meltingunni gangandi – og það er einmitt það sem sumar trefjar gera*. En það eru ekki allar trefjar eins, sem er ástæða þess að við tölum oft um tvær tegundir trefja.

Óleysanlegar trefjar og leysanlegar trefjar hegða sér oft á ólíkan hátt. Í meltingarkerfinu þínu búa milljarðar örlífvera sem skiptast í þúsundir tegunda6. Þetta sambú lífvera er kallað þarmaflóra. Þarmaflóran er eins og öflugt vistkerfi sem inniheldur góðar og slæmar bakteríur. Þarmaflóra hvers og eins einstaklings er einstök fyrir hann og heilsufarslegar þarfir hans.

Þú getur komið gagnlegum bakteríum í kerfið þitt með því að borða góðgerla sem er að finna í ýmsum mat. Þetta eru matur eins og jógúrt og skyr, súrsaðar gúrkur, súrkál, mísó-mauk og ólífur7.

Hreyfing, streita og meltingarheilsa

Regluleg hreyfing getur stutt meltingarheilsu á ýmsan hátt. Þegar vöðvarnir dragast saman og öndunin dýpkar meðan á líkamsæfingu stendur örvast meltingarvöðvarnir, sem hjálpar mat að komast í gegnum kerfið8.

Það er alvitað að líkamsrækt er góð leið til að minnka streitu, en hún getur einnig róað og hjálpað meltingu sem er í ólagi vegna neikvæðra tilfinninga9.

Tengingin á milli heilans og þarmanna er eitthvað sem þú hefur eflaust upplifað sem „fiðring í maga“. Þegar þú finnur fyrir streitu eða kvíða sendir heili merki til þarmanna – og áður en þú veist af ertu með fiðring í maganum.

1Boland M. J Sci Food Agric. 2016 May;96(7):2275-83.
2Yoo JY, et al. Microorganisms. 2020 Oct 15;8(10):1587.
3Conlon MA, et al. Nutrients. 2014 Dec 24;7(1):17-44.
4Cryan JF, et al. Physiol Rev. 2019;99(4):1877-2013
5Ref. Van Horn L. Circulation. 1997 Jun 17;95(12):2701-4.
6Sender R, et al. PLoS Biol. 2016 Aug 19;14(8):e1002533.
7Dimidi E, et al. Nutrients. 2019 Aug 5;11(8):1806
8Cronin O, et al. Curr Opin Gastroenterol. 2016 Mar;32(2):67-73.
9Ref. Childs E, de Wit H.. Front Physiol. 2014 May 1;5:161.
10Galland L. J Med Food. 2014 Dec;17(12):1261-72
*Oat grain fibre contributes to an increase in faecal bulk