FLaytout Menu
Krukka með möndlukökum með sesam ofan á og mjólkurglas

Þyngdarstjórnun

Sesam- og möndlukökur

Skammtastærð

12 skammtar

Undirbúningstími

15 mínútur

Eldunartími

15 mínútur

Heildartími

30 mínútur

​Þessar ljúffengu smákökur eru fullkomnar sem snarl seinnipartinn og eru fullar af hollri fitu ásamt því að vera frábær próteingjafi. Búnar til úr Formula 1 með silkimjúku vanillubragði og drykkjarpróteini.*

*Aðeins þegar matreitt er eftir leiðbeiningunum innihalda vörurnar okkar alla þá næringu sem lýst er á merkinu. Athugið merki vörunnar til að fá heildarupplýsingar um næringargildi.

​Næringarupplýsingar

Næring á hvern skammt:

 

 • Orka: 193 kkal
 • Prótein: 7 g 
 • Kolvetni: 7 g 
 • Fita: 15 g 
 • Trefjar: 1 g 
 • Sykur: 5 g 

Innihaldsefni

 • 1 skammtur (26 g) af Herbalife Formula 1 með silkimjúku vanillubragði
 • 1 skammtur (28 g) af Herbalife drykkjarpróteini 
 • 150 g tahini 
 • 80 ml hlynsíróp 
 • 120 g malaðar möndlur 
 • 1/2 tsk lyftiduft 
 • 4 msk sesamfræ  

Aðferð

 • Hitið ofninn í 180°C hita (160°C með blæstri). 
 • Setjið bökunarpappír á eina eða tvær ofnplötur. 
 • Setjið tahini og hlynsíróp í skál og blandið vel saman. 
 • Bætið möluðu möndlunum, lyftidufti, drykkjarpróteini og Formula 1 út í og blandið saman í deig. 
 • Rúllið deiginu í kúlur á stærð við valhnetu og veltið upp úr sesamfræjum í skál. Gakktu úr skugga um að hver kúla sé nægilega vel þakin sesamfræjum. 
 • Raðið kúlunum á ofnplötu með bökunarpappír og fletjið aðeins út með hendinni. 
 • Bakið í forhituðum ofni í um það bil 12 mínútur, þar til kökurnar hafa fengið sprungur að ofan og eru gullinbrúnar að neðan. 
 • Takið af plötunni og setjið á grind til að kólna. 

Ráð:

 • Þú getur notað rafmagns handþeytara til að búa til deigið.