FLaytout Menu
Herbalife fitness couple doing healthy meals

Líkamsrækt

Fimm ráð fyrir heilbrigt mataræði hjá pörum í líkamsrækt

Herbalife 31. október 2023

Passaðu þig ef þú ert að fylgjast með hitaeiningunum – makinn vill kannski ekki gera það með þér. En hann getur samt veitt frábæran stuðning.

Þú hefur ákveðið að telja hitaeiningarnar. Þú ert með áætlun. Þú hefur tekið ákvörðun. Og makinn er með þér. Svo er ykkur boðið út að borða og þú ákveður að fara ekki: þetta var ekki það sem lagt var upp með.

Sannleikurinn er sá að matur er mikilvægur hluti af öllum samböndum. Pör eyða miklum tíma í að undirbúa máltíðir og borða saman. Svo, þegar annar aðilinn ákveður að fara í megrun getur það haft mikil áhrif á hinn aðilann. Skápar eru tæmdir af góðgæti, máltíðir breytast og pör fara sjaldnar út að borða. Það er lífsstílsbreyting... fyrir ykkur bæði.

Hér eru okkar fimm bestu ráð til að halda sambandi þínu heilbrigðu þegar makinn breytir um mataræði.

  1. Ekki „fara í megrun“. Hugsaðu frekar um að velja heilbrigðari mat. Róttækar breytingar á mataræði eru ekki alltaf árangursríkar eða auðveldar og ólíklegt er að makinn fylgi þér eftir. Að tileinka sér heilbrigðara mataræði er betra fyrir ykkur bæði.
  2. Ekki biðja makann um að vera vörður. Forðastu að leggja ábyrgðina á makann. Ef þú fellur er of auðvelt að koma sökinni á hann. Þú berð ábyrgð á því sem þú borðar. Ekki makinn.
  3. Ekki tilkynna neitt að óyfirlögðu ráði. Ræddu við makann áður. Ræddu hugsanlegar lífsstílsbreytingar áður en í þær er farið og þá verður makinn opnari og styður þig frekar.
  4. Biddu um stuðning. En segðu til um hvernig stuðning þú viljir - eins og að æfa saman eða fela nammið. Maki þinn vill hjálpa en veit kannski ekki hvernig.
  5. Taktu fókusinn af matnum. Þú þarft ekki að fara út að borða fullt af kaloríum eða taka mat heim til að njóta tímans með makanum. Einbeittu þér að því sem gerir ykkur að frábæru pari. Þú þarft ekki heimsenda pítsu til þess.