FLaytout Menu
Woman resting after outdoor workout

Líkamsrækt

​Hvernig á að forðast algeng mistök eftir líkamsþjálfun

Herbalife 20. október 2023

Ef þú ert með annasama dagskrá, þá eru góðar líkur á að þú sért að stytta þér leið eftir æfingu. Þú gætir verið að gera nokkur einföld mistök sem gætu hægt á framförum þínum. Hér eru sex algeng mistök sem fólk gerir eftir líkamsþjálfun sem þú ættir að reyna að forðast.

Að sleppa slökun

Það getur hjálpað líkama þínum afar mikið að slaka vel á eftir líkamsþjálfun, hversu létt eða erfið sem hún er. Það er tilvalið að vinna í og bæta teygjanleika um leið og æfingu er lokið. Almennileg slökun er mikilvægur hluti líkamsþjálfunar.

Hiti í stað kælingar

Það er frábær tilfinning að fara í gufubað eftir erfiða líkamsþjálfun, en hitastreitan sem þú leggur á líkamann er ekki endilega góð fyrir þig. Meðan á líkamsæfingu stendur þarf líkaminn að vinna yfirvinnu til að halda sér kældum. Með því að bæta við aukahita eftir líkamsæfingu gætir þú verið að leggja meiri streitu á líkamann. Flest íþróttafólk notar ís eftir líkamsæfingar, eða fer í kalda sturtu, til að hjálpa líkamanum að kæla sig.

Að hætta skyndilega

Þegar þú stundar líkamsrækt hækkar blóðþrýstingurinn til að ráða við þær auknar þarfir sem þú setur á líkamann. Ef þú hættir skyndilega að hreyfa þig eftir að hafa reynt mikið á þig í ræktinni minnkar þörf líkamans fyrir aukið blóðflæði. Það besta sem þú getur gert er að minnka æfingarnar hægt og rólega og stoppa síðan. Ef þú til dæmis ert að hlaupa skaltu minnka hraðann og ákefðina smátt og smátt á 10 mínútum þar til þú gengur á þægilegum hraða.

Að hugsa ekki um húðina

Sumt fólk lýkur líkamsæfingunni og fer út úr líkamsræktarstöðinni án þess að þvo hendur og andlit. Kannski fer það beint heim í sturtu, en á þeim stutta tíma getur það dreift bakteríum og aukið líkurnar á óþarfa bólumyndun á húðinni. Þvoðu andlit og hendur vandlega áður en þú ferð út.

Að huga ekki að vökvaþörfinni

Þegar þú stundar líkamsæfingar, sérstaklega í heitu loftslagi, svitnar líkaminn til að kæla sig niður. Það getur verið hættulegt að gleyma að drekka vökva eftir líkamsæfingar, en það getur leitt til ofþornunar og ofþreytu. Þegar þú lýkur við æfingarnar skaltu gæta þess að drekka steinefnaríkanvökva til að hjálpa líkamanum að jafna sig og bæta vökvatapið sem þú varðst fyrir.

Að gleyma að borða

Sumt fólk finnur náttúrulega fyrir hungri eftir líkamsæfingarnar, svo það fær sér eitthvað hollt að borða. Annað fólk er á svo miklum asa að koma sér aftur í vinnuna að það gleymir að borða. Þegar þú borðar prótein og kolvetni eftir líkamsæfingar hjálpar þú líkamanum að endurnýja sig og fylla á orkuforðann. Ef þú gleymir að næra líkamann eftir líkamsæfingar hægir þú hugsanlega á vöðvabyggingu líkamans. Reyndu að hafa próteinríkt snarl við höndina um leið og líkamsæfingum er lokið.2

1ACSM, 2016

2Jager et al., 2017