FLaytout Menu
family cooking together

Dagleg næring og vellíðan

​Eldað með fjölskyldunni: Heilbrigðar matarvenjur hefjast í eldhúsinu

​​Susan Bowerman, M.S., R.D., CSSD, CSOWM, FAND – Sr. Yfirmaður næringarfræðslu og þjálfunar á heimsvísu 19. október 2023

Veittu fjölskyldumeðlimunum innblástur og kenndu þeim eitthvað sem mun endast þeim ævilangt.

Matreiðsla er skapandi, svolítið subbuleg og skemmtileg. Í ofanálag er viðleitni þín í eldhúsinu verðlaunuð með (vonandi!) ljúffengri máltíð! Það getur haft jákvæð og langvarandi áhrif á okkur að elda með fjölskyldu eða ástvinum okkar. Eldamennska getur skapað minningar, styrkt sambönd og hjálpar allri fjölskyldunni að meta hollan, heimalagaðan mat og rækta heilbrigðar matarvenjur sem endast ævilangt.

Ekki má líta framhjá mikilvægi þessa. Á síðustu áratugum hefur offita og ofþyngd meðal barna aukist verulega á heimsvísu. Þetta stafar að hluta til af mataræði sem inniheldur næringarsnauðan og hitaeiningaríkan mat/snarl og ófullnægjandi magn af ávöxtum, grænmeti, heilkorni og kalkríkum (mjólkur)vörum.

Máltíðir sem fólk neytir utan heimilis síns innihalda oft meiri kaloríur, mettaða fitu og minna af snefilefnum eins og kalki og trefjum, en máltíðir sem eru eldaðar heima. Ef fólk borðar á hinn bóginn fleiri máltíðir heima er það líklegra til að neyta meira af ávöxtum, grænmeti og mjólkurvörum sem innihalda minni fitu og færri kaloríur.

Gríptu fjölskylduna: nú er tíminn til að gera heimalagaðar máltíðir að hefð!

Ávinningar af heimalöguðum mat

  • Þegar við eldum og borðum saman kann fjölskyldan betur að meta heilsusamlegan mat. Foreldrar eru fyrirmyndir með fæðuvali sínu, sem hvetur fjölskylduna til að móta svipaðan smekk fyrir heilsusamlegum mat. Þægilegt og stuðningsríkt umhverfi sem býður upp á heimalagaðar máltíðir eflir þessa heilsusamlegu hegðun.
  • Allir elska að borða mat sem þeir hafa matreitt sjálfir. Þegar fjölskyldumeðlimir hjálpa við að velja hráefni og elda eru þeir líklegri til að smakka það sem þeir útbjuggu.
  • Fjölskyldumeðlimir eru líklegri til að prófa nýjan mat. Jafnvel þótt þeim líki ekki það sem þeir hafa útbúið mun matreiðslan sjálf hjálpa þeim að vera opnari og forvitnari þegar það kemur að nýjum mat.
  • Fjölskyldumeðlimir finna fyrir valdeflingu, árangri og sjálfstæði þegar þeir elda. Þeim finnst gaman að segja fólki: „Ég gerði þetta alein(n)!“ eða „Ég hrærði sósuna!“. Þegar þeir geta útbúið eitthvað sjálfir (sama hversu einfalt það er) og reitt það fram fyllast þeir stolti og sjálfstrausti. Hjálpaðu þeim með því að sýna þeim uppskriftir sem hæfa aldri og þeir geta útbúið.
  • Eldamennska er frábær leið til að eyða meiri tíma saman. Það þarf ekki að ganga mikið á eftir fjölskyldunni til að meðlimir eyði tíma í eldhúsinu með þér. Notaðu þennan tíma til að njóta þess að vera saman og talið um hversu ljúffeng – og góð – máltíðin verður.

Að borða heimalagaðan mat hefur meiri ávinning í för með sér en við gerum okkur grein fyrir. Það getur sparað þér peninga, skapað meiri fjölskyldutíma, hjálpað þér að slaka á og gefið þér betri stjórn á hitaeiningainntöku þinni.