FLaytout Menu
Kona sem heldur á jógúrtskál með múslí og ávöxtum

Dagleg næring og vellíðan

​Þrjár ómissandi fæðutegundir og næringartrend

​​Susan Bowerman, M.S., R.D., CSSD, CSOWM, FAND – Sr. Yfirmaður næringarfræðslu og þjálfunar á heimsvísu 20. október 2023

Það er frekar auðvelt að koma auga á nýjustu næringarstefnurnar. Við fréttum oft af nýjum matar- og mataræðisstefnum hjá vinum, ættingjum og samfélagsmiðlum, og svo koma fljótt nýjar matvörur í matvöruhillurnar. Þegar kemur að matartrendum, hvað getur raunverulega gagnast velferð okkar og hvað er stundartíska?

Yfirmaður okkar fyrir næringarfræðslu og þjálfun um allan heim, Susan Bowerman, sótti árlega Academy of Nutrition and Dietetics í Atlanta í Georgíu til að finna nýjustu næringarstefnurnar. Hér er það sem hún komst að.

Þetta er alltaf skemmtilegur og áhugaverður fundur – ekki bara vegna fræðslufundanna en líka af því það má skoða og prófa fleiri hundruð ný matvæli frá mismunandi söluaðilum under sama þaki. Þetta eru þrjár helstu stefnurnar úr fundinum í ár sem maður ætti að fylgjast með.

Próteinsnarl

Ein augljósasta matar- og næringarstefnan á fundinum var prótein. Margir söluaðilar sem ég talaði við vildu segja mér hversu mikið prótein var í vörunum þeirra, sérlega snarlinu! Það var ánægjulegt að sjá því það bendir til þess að við séum kannski hætt að hugsa að snarl sé slæmt, og að hollt og gott snarl eigi nú sinn stað í skápunum okkar.

Snarl hefur fengið slæmt orðspor af því margir tengja það við mat sem hefur lítinn næringarávinning. Snarl er oft talið slæmt af því það er litið á það sem eitthvað sem við gerum aðallega til skemmtunar og ekki til að auka inntöku vítamína, steinefna eða próteina.

Hollt snarl sem inniheldur prótein getur þjónað ýmsum mikilvægum tilgangi. Það getur hjálpað við að seðja á milli máltíða og gefur þér enn eitt „matartækifæri“ til að lauma meiri næringu inn í daginn.

Glútenlaust er komið til að vera

Hvort sem fólk þarf glútenlausan mat eða ekki getur stefnan hjálpað þér að bæta fjölbreytni og næringu við mataræði þitt. Fyrst að aðaluppspretta glútens í mataræðinu er hveiti kynnir þessi stefna allskonar áhugarverða valkosti, eins og hélunjólafræ, bókhveiti, hirsi, hvingresi, skrauthala og mat búinn til úr þeim. Þetta er góð leið til að breyta til í mataræðinu. Vegna þess að hver planta býður upp á sín einstöku næringarefni, færðu meiri úrval af vítamínum, steinefnum og plöntunæringarefnum.

En athugið eitt: glútenlaust þýðir ekki nauðsynlega kaloríusnautt. Margir hafa ranglega byrjað að borða glútenlaust í þeirri trú að það væri bein leið til þyngdartaps. Fyrir tíu eða fimmtán árum var það kannski satt vegna þess að það voru svo fáar glútenlausar matvörur í boði að maður þurfti að forðast hveiti og allt sem var búið til úr því. Á þeim tíma samanstóð glútenlaust mataræði aðallega af ávöxtum, grænmeti og próteini – og minna af einföldum kolvetnum – svo margir fylgdu því.

„Góðu“ bakteríurnar

Mikill rannsóknaráhugi beinist að örverum í meltingarvegi. Miðað við það sem ég sá á fundinum er líklegt að sjáist fleiri og fleiri vörur sem eiga að styðja undir vöxt þessara „góðu“ baktería.

Gerjuð matvæli eru ein leið til að koma þessum góðu bakteríum inn í meltingarveginn2. Flestir þekkja gerjaðar mjólkurvörur (eins og jógúrt og súrmjólk) sem gjafa þessara baktería. Ég prófaði líka svolítið nýtt: gerjaða kotasælu. Það voru líka pakkaðar gerjaðar rauðrófur og gulrætur.

1Njike, et al., 2016. Adv Nutr, 7(5), 866-878

2Ref. Dimidi E, et al. Nutrients. 2019 Aug 5;11(8):1806