FLaytout Menu
Expert. For Bio and title go to: https://www.herbalife.com/en-us/about-herbalife/our-experts

Susan Bowerman

​MS, RD, CSSD, CSOWM, FAND - Yfirforstöðumaður í alþjóðlegri næringarfræðslu og þjálfun.Formaður ráðgjafanefndar Herbalife um næringarfræði og ráðgjafanefnd ytri næringar

Æviágrip

Susan Bowerman er yfirforstöðumaður alþjóðlegrar næringarfræðslu og þjálfunar hjá Herbalife. Þar að auki er hún formaður í ráðgjafarnefnd Herbalife á sviði innri og ytri næringar. Sem löggiltur næringarfræðingur fræðir Susan Bowerman sjálfstæða dreifingaraðila Herbalife um alþjóðlega heilsustefnu fyrirtækisins og ber ábyrgð á þróun fræðslu- og þjálfunarefnis í næringarfræði. 

Áður en hún tók við starfi sínu hjá Herbalife var Susan aðstoðarforstjóri UCLA* Center for Human Nutrition. Þar að auki hefur hún starfað sem aðjúnkt í næringarfræði við Pepperdine University í Malibu, Kaliforníu, og sem lektor í næringarfræði við matvæla- og næringarfræðideild California Polytechnic State University í San Luis Obispo, Kaliforníu.

Susan starfaði einnig sem ráðgjafi fyrir (þáverandi) Los Angeles Raiders yfir sex tímabil og og sem rithöfundur í heilsublaði Los Angeles Times í tvö ár. Hún er afkastamikill höfundur og hefur skrifað fjölda greina um næringu og heilbrigt mataræði. Hún hefur tekið þátt í ritun margra vísindagreina og bókakafla og var meðhöfundur að tveimur útgefnum bókum: „What Color Is Your Diet?“ og „The L.A. Shape Diet“ eftir Dr. David Heber, gefnar út af Harper Collins árið 2001 annars vegar og árið 2004 hinsvegar. Hún hefur kennt víða og þróað fræðsluáætlanir fyrir einstaklinga, hópa og atvinnugreinar með áherslu á heilsueflingu, þyngdarstjórnun og íþróttanæringu

Susan lauk BS-námi í líffræði frá University of Colorado með láði og meistaragráðu í matvæla- og næringarfræði frá Colorado State University. Hún lauk starfsnámi í næringarfræði við University of Kansas og er löggiltur sérfræðingur í íþróttanæringarfræði og offitu- og þyngdarstjórnun. Susan er þar að auki félagsmaður í Academy of Nutrition and Dietetics. Ef hún er ekki að kenna eða skrifa, finnst henni gaman að vera með fjölskyldunni, elda góðan mat og dunda sér í garðinum. Uppáhalds Herbalife vörurnar hennar eru Simply Probiotic og Formula 1 næringardrykkurinn með Banana og karamellubragði.

*Titlar eru eingöngu til auðkenningar. Samkvæmt stefnu sinni tekur Háskóli Kaliforníu ekki afstöðu til einstakra vara eða þjónustu.